Vegglamparnir frá BUO Kids eru hannaðir til að gefa frá sér hlýja og mjúka umhverfislýsingu og eru dásamlegir sem næturljós fyrir börnin eða skrautlýsing til að skapa skugga og stemningu
Grímuljósin eru til í þremur útfærslum og nokkrum litum. Við elskum grímurnar í svörtu og hvítu og þær passa vel inn í hvaða herbergi sem er.
Þvottabjörninn er einnig hægt að sérpanta í rauðum og bláum lit.
Ljósið er úr eldföstum pólýester trefjum og endurunnum pappa. Snúran er 185 cm löng. Ljósapera er ekki innifalin en ljósið er gert fyrir GX53 peru, LED max 8w.