Rökkur og ró

 

Það er komið haust og loksins komið myrkur. Við þurfum ekki lengur að eyða mörgum orðum í að útskýra að "sumarnótt" sé líka nótt og það sé víst kominn tími til að fara að sofa!

Það er notalegt að setjast niður með barninu og lesa bók fyrir háttinn eða rifja upp ævintýri dagsins. Slaka á fyrir svefninn og leggja inn fyrir skemmtilegum draumum. Þá er gott að slökkva á loftljósinu og velja hlýja og óbeina lýsingu. Senda barninu skilaboð um að nú sé kominn tími til að fara að sofa.

Við hjá Herra Ref erum ótrúlega lánsöm að hafa fundið BUO Kids og bíðum spennt eftir fyrstu sendingunni sem dettur í hús á allra næstu dögum.

BUO Kids er lítið spánskt fjölskyldu fyrirtæki sem hannar og framleiðir ljós fyrir börn. Ljósin eru handgerð og nostrað er við hvert smáatriði. Í fyrstu sendingunni verða bæði skemmtileg veggljós, ský, hjörtu, stjörnur og pöndur og ómótstæðileg sirkusloftljós í nokkrum litum. Við hlökkum til að sýna ykkur!